- Auglýsing -

Hreiðar Levý til liðs við Aftureldingu

- Auglýsing -


Hreiðar Levý Guðmundsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Hreiðar þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann átti glæsilegan feril sem markmaður og var m.a í íslenska landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010.


„Þetta eru virkilega flott viðbót við þjálfarateymi meistaraflokks karla og við hlökkum til að sjá Hreiðar gefa af sér og hjálpa markmönnunum okkar í vetur,” segir í tilkynningu Aftureldingar í morgun.

Hreiðar Levý tekur við af Jóhanni Inga Guðmundssyni sem lét af störfum í vor gekk til liðs við Vals.

Fyrsti leikur Aftureldingar í Olísdeild karla verður gegn Haukum á Ásvöllum annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -