- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt í járnum á Akureyri

Patrekur Stefánssn fagnar sigurmarki á Fram í haust. Hann hafði aftur ástæðu til að fagna sigurmarki í Vestmannaeyjum í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri. net
- Auglýsing -

Örn Þórarinsson skrifar:

KA-menn fögnuðu í leikslok á heimavelli í kvöld eftir að þeir lögðu Framara í hörkuleik, 23:21, í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 8:8. Leikurinn var á heildina slakur, ekki síst sóknarhlutinn.

Það var rosalegur upphafsleikur á Akureyri í KA heimilinu þegar heimamen fengu Fram í heimsókn. Nicholas byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir KA, hann var búinn að verja sjö bolta eftir aðeins tíu mínútur og staðan 2:0. Á sama tíma stóð vörn Framara mjög vel og Lárus Helgi Ólafsson geggjaður í markinu þeim megin. Ólafur Gústafsson var allt í öllu í sókn KA manna þessar fyrstu mínútur og skoraði hann fyrstu fjögur mörk KA.

Eftir aðeins 22 mínútur var staðan orðin 5:6 Fram í vil og áfram jafnt á öllum tölum og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. KA menn fengu vítakast þegar 24 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik sem Árni Bragi Eyjólfsson nýtti en strax í næstu sókn skoruðu Framarar sirkus mark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og því var staðan í hálfleik 8:8.

KA menn hófu seinni hálfleikin af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð á móti einu frá Fram. Staðan 12:9. Heimamenn voru sterkari aðilinn og leiddu yfirleitt með einu til fjórum mörkum. 

Eftir miðjan seinni hálfleik dró til tíðinda þegar Stefán Þórsson fékk beint rautt spjald eftir ljótt brot á Patreki Stefánssyni. Stuttu síðar fékk Ólafur Gústafsson KA sína þriðju brottvísun og þar með rautt.

Framarar gáfust ekki upp og þeir gerðu lokamínúturnar rosalegar. Það munaði aðeins einu marki þegar mínúta var eftir. Patrekur Stefánsson var hetja KA manna þegar hann skoraði á síðustu sekúndu leiksins og tryggði KA mönnum tvö mikilvæg stig.

Áki Egilsnes skoraði sex mörk og var markhæstur hjá KA. Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik fyrir KA og skoraði fimm mörk. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn, Nicholas Satchwell, átti góðan leik á milli stanganna og varði 16 skot, 43% hlutfallsmarkvarsla. Hann fer vel af stað.

Matthías Daðason skoraði sex mörk fyrir Fram og Rógvi Dal Christiansen fjögur. Lárus Helgi Ólafsson varði 11 skot, og var með 33% hlutfallsmarkvörslu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -