- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ fær hlut í aukaúthlutun afrekssjóðs ÍSÍ

Viðbótarframlag afrekssjóðs ÍSÍ kemur sér vel til þess að standa undir hluta af kostnaði við þátttöku landsliðanna á stórmótum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Handknattleikssamband Íslands fær ríflega 54 milljónir kr. í viðbótarúthlutun ÍSÍ til afreksstarfs vegna ársins 2025. Alls úthlutaði afrekssjóður ÍSÍ um 300 milljónum að þessu sinni. Kemur sú upphæð til viðbótar liðlega 500 milljónum kr. sem úthlutað var til sérsambanda ÍSÍ í lok síðasta árs í árlegri úthlutun sjóðsins. Þá var hlutur HSÍ 12 milljónum kr. lægri en árið áður þrátt fyrir að vera með bæði A-landslið á stórmótum auk a.m.k. fimm yngri landsliða.


Viðbótarframlagið sem deilt er út núna, um 300 milljónir kr, eru hluti þeirra 637 milljóna kr veittar voru á fjárlögum 2025 til innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs og byggir sú fjárveiting á tillögum sem starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni afreksstjóra ÍSÍ skilaði af sér á vormánuðum 2024.

Í tilkynningu ÍSÍ segir að framkvæmdastjórn ÍSÍ hafi samþykkt að ráðstafa nú þegar tæplega 300 milljónum af þessum fjármunum í afreksstarf sérsambanda og er þar verið að styðja við almennt landsliðs- og afreksstarf þeirra sem og stórmótaþátttöku sérsambanda á árinu 2025. Fól framkvæmdastjórn ÍSÍ afrekssjóði ÍSÍ umsýslu með þessari styrkveitingu.


Aukaúthlutunin skiptist á eftirfarandi hátt á milli sérsambanda ÍSÍ:

Handknattleikssamband Íslands – 54.277.508.
Körfuknattleikssamband Íslands – 30.668.372.
Fimleikasamband Íslands – 28.387.403.
Knattspyrnusamband Íslands – 24.600.000.
Sundsamband Íslands – 16.300.640.
Skíðasamband Íslands – 15.108.163.
Íþróttasamband fatlaðra – 12.349.065.
Golfsamband Íslands – 12.030.091.
Frjálsíþróttasamband Íslands – 9.491.334.
Landssamband hestamannafélaga – 9.353.914.
Bogfimisamband Íslands – 9.297.742.
Íshokkísamband Íslands – 8.431.094.
Keilusamband Íslands – 7.640.010.
Blaksamband Íslands – 7.241.460.
Lyftingasamband Íslands – 5.902.702.
Skotíþróttasamband Íslands -5.741.877.
Badmintonsamband Íslands – 5.653.942.
Skylmingasamband Íslands – 3.992.532.
Dansíþróttasamband Íslands – 3.740.000.
Hjólreiðasamband Íslands – 3.444.859.
Klifursamband Íslands – 3.282.697.
Taekwondosamband Íslands – 2.801.226.
Júdósamband Íslands – 2.785.177.
Karatesamband Íslands – 2.510.003.
Mótorhjóla- og snjósl.íþróttasamband Íslands – 2.471.886.
Skautasamband Íslands – 2.068.654.
Þríþrautarsamband Íslands – 2.036.556.
Tennissamband Íslands – 1.948.286.
Borðtennissamband Íslands – 1.737.643.
Kraftlyftingasamband Íslands – 1.550.000.
Siglingasamband Íslands – 1.360.490.
Hnefaleikasamband Íslands -1.200.000.
Akstursíþróttasamband Íslands – 512.000.

Alls: 299.917.326 millj. kr.

Reglubundin úthlutun afrekssjóðs:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -