- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ harmar ummæli Svensson og segir þau röng

Aron Pálmarsson og leikmenn íslenska landsliðsins mæta Ungverjum, Portúgal og Hollandi í á EM 2022. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar á visir.is í morgun þar sem vitnað er í viðtal við Tomas Svensson, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins, í Aftonbladet í Svíþjóð í morgun. Þar er haft eftir Svensson að læknir HSÍ hafi ekki fengið að rannsaka meiðsli Arons Pálmarssonar áður en HSÍ gaf út yfirlýsingu 2. janúar þess efnis að Aron muni ekki geta leikið með íslenska landsliðinu á HM.


Í yfirlýsingu HSÍ segir að ummæli Svensson séu byggð á misskilningi og að hann hafi beðist afsökunar á þeim. Læknir HSÍ hafi rannsakað meiðsli Arons og úrskurðað hann óleikfæran. Til viðbótar séu samskipti HSÍ og Barcelona vegna meiðslana ágæt.

Yfirlýsing HSÍ:

„Vegna fréttar á Vísir.is þar sem vitnað er í ummæli Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar vill HSÍ koma eftirfarandi á framfæri.

Aron var sannarlega skoðaður af læknum landsliðsins eins og fram kemur í tilkynningu HSÍ frá 2. janúar sl. og var staðfest að hann meiddur á hné og óleikfær.

Ummæli Tomas eru byggð á miskilningi og hefur hann beðist afsökunar.

HSÍ hefur verið í ágætis samskiptum við Barcelona vegna meiðslanna og harmar ummælin.

Kveðja,

Róbert Geir Gíslason

Framkvæmdastjóri
Handknattleikssambands Íslands.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -