- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ var rekið með 43 milljóna tapi í fyrra – búist við afgangi 2025

Það kostar sitt að halda úti öflugu afreksstarfi með landsliðum í fremstu röð. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


HSÍ var rekið með ríflega 43 milljóna kr tapi árið 2024 samanborðið við 86 milljóna kr tap árið á undan. Þetta kemur fram í reikningum sambandsins sem birtir hafa verið vegna ársþings HSÍ sem fram fer á laugardaginn. Í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir rúmlega 27 milljóna kr. rekstrarafgangi.

Hefur náð núllpúnkti

„Tapið skýrist nær eingöngu af þátttöku í stórmótum og fjármögnun sjónvarpsútsendinga frá leikjum hér heima. Handboltapassinn hefur nú þegar náð núllpunkti og að öllu óbreyttu eru bjartari tímar framundan og má ætla að hagnaður verði af starfsemi sambandsins á árinu 2025,“ segir í skýrslu stjórnar.

Árið einkendist af andstæðum

Alls velti HSÍ ríflega 514 milljónum á síðasta ári og var það í fyrsta sinn sem veltan fór yfir hálfan milljarð. Kostnaður við landsliðin voru hæsti útgjaldaliðurinn, ríflega 285 milljónir kr.

Þar segir ennfremur að árið 2024 hafi einkennst af miklum andstæðum, annarsvegar af mjög góðum árangri á íþróttasviðinu en hinsvegar af miklum rekstrarvanda.

Verða að meta gildi íþrótta

„HSÍ hefur í marga áratugi fjármagnað sig sjálft að stærstum hluta með öflugum samstarfsaðilum sem og öðrum tekjum. Þessi róður er ávallt þungur og ljóst að opinberir aðilar verða á hverjum tíma að meta gildi íþrótta í samfélaginu og hverju íþróttastarf skilar til baka,“ segir í skýrslu stjórnar sem bætir m.a. við:

Forysta ÍSÍ hefur misst fótanna

„Þó nokkuð hefur áunnist og hafa framlög til íþrótta aukist sem hefur áhrif á verkefni og fjárhagsstöðu okkar þó það komi ekki fram í þessum ársreikningi. Við úthlutun þess fjármagns verður annarvegar að gera skýran greinarmun á því hvort verið er að styrkja sambönd til að kosta verkefni á afrekssviði eða hinsvegar til að fjármagna rekstur sambanda og bónusgreiðslna til íþróttamanna. Hefur forysta ÍSÍ að hluta til misst fótanna í því verkefni,“ segir í skýrslu stjórnar HSÍ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -