- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hugað að fyrstu umferð í bikarkeppninni

Dregið verður í fyrstu umferðir Poweradebikars karla og kvenna á morgun. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Dregið verður í 32-liða úrslit Poweradebikarkeppni HSÍ í karlaflokki og í 16-liða úrslitum í kvennaflokki á morgun.

Dregið verður í sjö viðureignir í kvennaflokki en 15 lið eru skráð til leiks. Íslandsmeistarar Vals sitja hjá og taka sæti í átta liða úrslitum.


Eftirfarandi lið eru skráð til leiks í kvennaflokki og verða þar af leiðandi dregin saman að Val undanskildum: Afturelding, Berserkir, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur og Víkingur.

Stefnan hefur verið sett á að leikir 16-liða úrslita fari fram 24. og 25. október.

20 lið í karlaflokki

Í karlaflokki eru 20 lið skráð til leiks: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hvíti riddarinn, Hörður, ÍBV, ÍBV B, ÍH, ÍR, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víðir, Víkingur og Þór.

Í pottinum verða nöfn 16 liða en aðeins verður dregið í fjórar viðureignir. Neðantalin lið sitja hjá:
ÍBV (Íslandsmeistarar).
Afturelding (bikarmeistarar).
Valur (í Evrópukeppni).
FH (í Evrópukeppni).
Átta síðustu liðin úr pottinum.

Leikirnir 1. umferðar eða 32-liða úrslita fara fram laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. október.

Dregið verður á skrifstofu HSÍ og verður streymt frá drættinum á Facebook síðu HSÍ. Einnig verður sagt frá framvindu og niðurstöðu í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -