- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hugar að leikslokum

Kiril Lazarov er að taka við landsliði Norður-Makedóníu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kiril Lazarov, einn fremsti handknattleiksmaður síðustu tveggja áratuga, segist reikna með að rifa seglin við lok þessarar leiktíðar, næsta vor. „Ég held að þetta sé að verða komið gott hjá mér,“ sagði Lazarov í samtali við króatíska fjölmiðilinn Vecernji List á dögunum og bætti við að hann reiknaði með að reyna fyrir sér við þjálfun.

Lazarov er fertugur að aldri og hefur verið fremsti handknattleiksmaður og helsta íþróttastjarna Norður-Makedóníu í tvo áratugi. Hann hefur síðustu þrjú ár leikið með Nantes í Frakklandi en í gegnum árin leikið með mörgum fremstu handknattleiksliðum Evrópu s.s. Barcelona, Ciudad Real, Atlético Madrid, Veszprém og RK Zagreb.

Lazarov á að baki ríflega 200 landsleiki sem hann hefur skoraði í liðlega 1.400 mörk. Hann er markahæsti leikmaður heimsmeistaramótanna og Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. 

Lazarov hóf feril sinn 11 ára gamall hjá RK Ovce Polen í fæðingabæ sínum. Aðeins 15 ára gamall var hann orðinn leikmaður RK Borec Veles og lék þá m.a. sinn fyrsta leik í Evrópukeppni félagsliða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -