- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hugsanlega úr leik út mánuðinn

Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, í leik við KA snemma árs. Hann leikur ekkert meira með Aftureldingu á keppnistímabilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, reiknar með að Arnór Freyr Stefánsson, markvörður liðsins, verði frá keppni um skeið. Arnór meiddist á hné á æfingu fyrir viðureignina við Þór Akureyri fyrir viku. Af þeim sökum tók hann ekki þátt í leikjunum við Þór og Fram í síðustu viku.


Spurður sagðist Gunnar ekki búast við að Arnór Freyr verði klár í slaginn þegar þráðurinn verður tekinn upp í næstu viku eftir hlé þessa vikuna vegna alþjóðlegrar landsliðsviku. Hugsanlegt er að Arnór Freyr leiki ekki aftur með Aftureldingu fyrr en undir eða eftir næstu mánaðamót.


Arnór Freyr er með 31,5 % hlutfallsmarkvörslu í leikjum Olísdeildarinnar á yfirstandandi keppnistímabili samkvæmt samantekt HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -