Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla kynnir á föstudaginn æfingahóp landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í frá 11. til 28. janúar. HSÍ boðaði í dag til blaðamannfundar í Minigarðunum á Þorláksmessu, á æfmælisdegi landsliðsþjálfarans, klukkan 11 þar sem hulunni veður svift af nafnalistanum.
Reikna má með að valdir verði allt að 20 leikmenn til æfinga sem hefjast 2. janúar. Alltént stóð það til síðast þegar handbolti.is fregnaði. Farið verður af landi brott 6. janúar og leiknir tveir vináttuleikir við þýska landsliðið í Bremen og Hannover 7. og 8. janúar. Eins og kunnugt er þjálfar Alfreð Gíslason þýska landsliðið.
Frá Þýskalandi verður farið 10. janúar, rakleitt til Kristianstad í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið leikur í riðlakeppni HM gegn landsliðum Ungverjalands, Portúgal og Suður Kóreu 12., 14. og 16. janúar.
Taktu þátt í léttum leik á handbolti.is.