- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvað sagði Díana eftir leikinn við Holland?

Leikmenn íslenska landsliðsins að mæta til leiks við Hollendinga í gærkvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Díana Guðjónsdóttir handknattleiksþjálfari hjá Haukum og fyrrverandi landsliðskona veltir fyrir sér frammistöðu kvennalandsliðsins í fyrsta leiknum á EM í handknattleik gegn Hollendingum. Hvað fannst Díönu ganga vel og hvað illa? Hún sendi handbolta.is eftirfarandi pistil.


Mér fannst mikil orka í liðinu í byrjun leiks og spennustigið gott.
Vel er hægt að byggja á þessum leik.

Varnaleikurinn er heilt yfir góður enda erum við að halda góðu hollensku liði í 27 mörkum.

Mér fannst við kannski vera smá bensínlausar síðustu mínúturnar en ég tel að við hefðum þurft að rúlla meira á liðinu. Eins og með útispilarana þá er erfitt að vera í þessum árásum í 60 mínútur sem tekur mikla orku frá leikmönnum. Eg saknaði þess að fá ekki leikmann eins og Rut inn með Elínu Klöru.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst Elín Jóna góð allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum í 5:1 vörninni okkar þá tók hún frábæra bolta, einnig gaf hún líka mikla orku til varnamannanna.

Við þurfum að fá meira frá skyttunum okkar eins og Andreu og Theu í sóknarleiknum okkar því Elín Klara og Elín Rósa ná alltaf tveimur leikmönnum til sín og þá er opið fyrir næsta.

Núna þurfum við bara að stilla okkur af fyrir næsta leik og vera klárar.

En áfram Ísland. Ég hlakka til á sunnudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -