- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvað sagði Díana eftir leikinn við Úkraínu?

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Díana Guðjónsdóttir handknattleiksþjálfari hjá Haukum og fyrrverandi landsliðskona veltir fyrir sér frammistöðu kvennalandsliðsins í öðrum leiknum á EM í handknattleik gegn Úkraínu. Hvað fannst Díönu ganga vel og hvað illa? Hún sendi handbolta.is eftirfarandi pistil.


Kaflaskiptur leikur.

Fyrri hálfleikurinn var góður sérstaklega sóknarlega, varnarleikurinn var nokkuð góður og Elín Jóna var frábær fyrir aftan. Mér fannst Úkraína lenda í vandræðum þegar þær voru að spila 7:6 þegar við vorum að spila okkar 5:1 vörn með Berglindi fyrir framan. Við skoruðum 16 mörk í fyrri hálfleik og fengum á okkur 9 mörk sem var mjög gott.

Fjögur mörk á 15 mínútum

Svo kom seinni hálfleikur og þá fannst mér við bara ekki nægilega góðar, að skora 4 mörk á fyrstu 15 mín er ekki gott og það þarf að skoða það vel fyrir næsta leik hvað það er sem gerist sóknarlega.

Kátt var á hjalla þegar fyrsti sigurinn var í höfn. „Ég er kominn heim“ [Ferðalok] hljómaði í hljóðkerfi Ólympíuhallarinnar og leikmenn íslenska landsliðsins og yfir 100 Íslendingar á áhorfendapöllunum sungu með undir öruggri stjórn Sérsveitarinnar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Kom með áræðni

Mér fannst við drippla alltof mikið, lélegt flot á boltanum og mér fannst við vera sækja alltof mikið til hliðar frekar en í átt að markinu. Díana Dögg kom með góðan hraða og áræðni inn sóknarleikinn í seinni hálfleik sem var gott fyrir liðið og gaman að sjá kraftinn í henni.

15 mörk er of mikið

Varnarlega að fá á okkur 15 mörk í seinni hálfleik er bara ekki nægilega gott. Bekknum var rúllað vel en ég myndi vilja sjá að þeir leikmenn sem koma inn á vera með betri leik en auðvitað er það þannig að kannski var skjálfti í leikmönnum því auðvitað var mikið undir og liðið vann sinn fyrsta leik á EM sem er frábært.

Allt getur gerst

Núna er úrslitaleikur á þriðjudaginn þar sem allt getur gerst en það er nokkuð ljóst að allir okkar leikmenn þurfa að ná frábærum leik til að við komumst upp úr milliriðli.

Áfram gakk og áfram Ísland, þriðjudagurinn verður spennandi.

EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

A-landslið kvenna – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -