- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvenær ætlar þú að hætta?

Heidi Løke hefur samið við Larvik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska handknattleikskonan Heidi Løke segist vera orðinn hundleið á að fá þá spurningu hvað eftir annað hvenær hún ætli að leggja handboltaskóna á hilluna. Løke er 38 ára og er ein reyndasta og sigursælasta handknattleikskona sögunnar.

„Ég er farinn að spyrja á móti hversvegna ég ætti að hætta eða hvenær sá sem spyr hyggist hætta í sínu starfi,“ sagði Løke í gamansömum tón í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð á dögunum.


Løke segir það óþolandi að þegar handknattleiksfólk hafi náð ákveðnum aldri þá rigni yfir það spurningum hvenær það ætli að hætta. Eins og það sé eitthvað lögmál að fólk verði að hætta þegar vissum aldri er náð. Løke segist ætla að ákveða sjálf hvernær hún hafi fengið nóg og sé tilbúin að vinna við eitthvað annað en að æfa og leika handbolta.

„Ég hef ekki velt því alvarlega fyrir mér að hætta í handbolta en sannarlega segir það sig sjálft að eftir því sem árin líða þá nálgast endalok ferilsins,“ segir Løke.


Løke er þessa dagana að taka þátt í sínu 14. stórmóti á ferlinum með norska landsliðinu. Hún var valin besta handknattleikskona heims 2011 í kjöri Alþjóða handknattleikssambandsins. Á ferlinum hefur Løke m.a. unnið gull á heimsmeistaramóti í tvígang, þrisvar orðið Evrópumeistari með norska landsliðinu og einu sinni í sigurliði Noregs á Ólympíuleikum. Með félagsliðum hefur Løke m.a. fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -