- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver segir nei við Fram?

Karólína Bæhrenz Lárudóttir tók upp þráðinn fyrir leiktíðina og gekk til liðs við Fram. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við náðum að þétta okkur saman sem lið og hafa gaman af þessu. Aðalatriðið í handbolta er að hafa gaman af leiknum. Þá fer boltinn í markið og vörnin þéttist. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið,“ sagði Karólína Bæhrenz Lárudóttir, hornamaður Fram, sem skoraði níu mörk þegar Fram vann Hauka, 32:23, í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag.


„Ég er bara rosalega ánægð með seinni hálfleikinn og allar stelpurnar í liðinu. Þetta er bara svo gaman,“ sagði Karólína sem tók fram skóna í sumar eftir eins árs hlé frá handbolta en hún hefur leikið með Gróttu, Val og nú síðast ÍBV í Olísdeildinni.


„Ég var í þrjú ár í Eyjum og flutti svo í bæinn og fór í skóla síðasta vetur. Síðan hringdi Stebbi í mig [Stefán Arnarson þjálfari Fram] í sumar og hver segir nei við Fram,“ sagði Karólína um endurkomu sína í boltann.


„Hjá Fram eru skemmtilegir samherjar, frábær þjálfari og frábær umgjörð um liðið. Ég saknaði þess að fara á æfingu með liði. Handbolti snýst mikið um það að vera saman í hóp. Ég saknaði þess svolítið,” sagði Karólína og bætti við að hún hefði ekki þurft langan tíma til þess að koma sér í gott form. „Líkaminn er aðeins farinn að eldast en þetta gekk vel. Mér finnst bara frábært að vera kominn aftur í boltann,” sagði Karólína Bæhrenz Lárudóttir, markahæsti leikmaður Fram í dag.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -