- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver viðureign er hreinlega úrslitaleikur

- Auglýsing -


Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar sagði að e.t.v. hafi tapleikurinn við Fram aðeins setið í hans mönnum framan af viðureigninni við HK í Olísdeild karla í handknattleik en Aftureldingarliðið átti lengi vel undir högg að sækja gegn afar vaxandi liði HK að Varmá í gærkvöld. Þegar á leið tókst Gunnari og hans mönnum að snúa við taflinu, vinna leikinn, 35:31, og halda stöðu sinni á meðal fjögurra efstu liða.


„Fyrstu 20 mínúturnar voru erfiðar, deyfð var yfir varnarleiknum auk tæknifeila. Við vorum í erfiðleikum gegn góðu HK-liði lentum við fjórum mörkum undir. Ég er á móti ánægður með að menn komu til baka og náðu svo gott sem að jafna fyrir hálfleik,“ sagði Gunnar. „Undirtökunum náðum við síðan í síðari hálfleik.“

Miklar framfarir

Gunnar segir HK-liðið hafa sótt mikið í sig veðrið eftir því sem á tímabilið hefur liðið. „Mér finnst þeir vera orðnir góðir. Þeir hafa bætt sig mikið og leikið vel síðustu vikur og ekki tapað leik í einhverja mánuði þangað til í kvöld.“

Fjórar umferðir eru eftir af Olísdeildinni að tveimur viðureignum undanskildum. Eftir tap fyrir Fram á laugardaginn segir Gunnar ljóst að lið hans megi ekki tapa fleiri stigum á lokasprettinum.

„Toppbaráttan er jöfn og hver viðureign úrslitaleikur. Þess vegna voru þessi stig hrikalega mikilvæg,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is eftir leikinn að Varmá.

Lengra viðtal er við Gunnar í myndskeiði ofar í þessari grein.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -