- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvergi banginn við Ystad þótt þrjá vanti í hópinn

Benedikt Gunnar Óskarsson, Jóhann Alfreð Kristinsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson á blaðamannafundi Vals í Origohöllinni í dag. Jóhann Alfreð stýrði fundinum. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Valsmenn verða án þriggja leikmanna annað kvöld þegar þeir mæta sænska meistaraliðinu Ystads IF í Origohöllinni í sjöttu umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals staðfesti fjarveru þremenningana í dag þegar Valur hélt blaðamannafund vegna leiksins.

Einn fékk heilahristing

Um er að ræða Magnús Óla Magnússon, Róbert Aron Hostert og Berg Elí Rúnarsson. Sá síðastnefndi hlaut höfuðhögg í leik við Aftureldingu í Olísdeildinni á síðasta föstudag sem olli að minnsta kosti vott af heilahristingi. „Hann verður að fá þann tíma sem þarf til þess að jafna sig,“ sagði Snorri Steinn.

Aðgöngumiða á leik Vals og Ystads er hægt að fá á tix.is.

Róbert Aron hefur glímt við meiðsli og þau tóku sig upp í leiknum við Aftureldingu á föstudaginn


Magnús Óli hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum og óvíst hvenær hann verður klár í slaginn en Valur á einn leik til viðbótar eftir fyrir jól auk viðureignarinnar við Ystad annað kvöld. Valur sækir ÍBV heim í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn.

Þekkjum að vera án þeirra

„Við söknunm þeirra á morgun en þekkjum líka hvernig það er að leika án þeirra,“ sagði Snorri Steinn sem er hvergi banginn að mæta sænsku meisturunum annað kvöld.

Gefur meira en tekur

„Leikirnir leggjast vel í mig. Ég er spenntur fyrir þeim. Það er klárt að leikirnir í Evrópudeildinni til þessa hafa kryddað mjög tímabilið okkar. Þrátt fyrir skakkaföll og meiðsli þá er alveg víst að þátttakan í keppninni gefur okkur meira en hún tekur frá okkur, enn sem komið er,“ sagði Snorri Steinn og bætti við.

Þurfum alltaf að leika vel

„Leikurinn á morgun er ekkert öðruvísi en aðrir í keppninni. Við verðum alltaf að eiga dúndur frammistöðu til þess að eiga möguleika. Það hefur sýnt sig að ef við missum niður taktinn eða slökum aðeins á eru hlutirnir gríðarlega fljótir að breytast. Það er veruleikinn þegar leikið er við atvinnumannalið. Þá eru hver mistök í leik dýrari en í deildarkeppninni heimafyrir.


Úrslit síðustu leikja Ystad tala sínu máli. Lið sem vinnur Flensburg heima og PAUC á útivelli gerir það ekki fyrir einhverja heppni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals á blaðamannfundi í Origohöllinni rétt eftir hádegið í dag.

Aðgöngumiða á leik Vals og Ystads er hægt að fá á tix.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -