- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hversu mikið langar okkur að ná markmiðinu?

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfossliðsins. Mynd/UMFS/ÁÞG
- Auglýsing -

„Í fyrstu tveimur leikjum var lið mitt taktlaust á sama tíma og ÍR-liðið lék frábærlega, það verður ekki af því tekið. Afleiðingarnar voru þær að við náðum okkur engan veginn á strik. Staða okkar í einvíginu var okkur öllum mjög ljós fyrir leikinn í kvöld. Við vorum með bakið upp við vegginn og urðum að vinna og svara spurningunni um það hversu mikið langar okkur að ná markmiðunum sem við settum okkur,“ sagði Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gærkvöld eftir að Selfossliðið vann ÍR, 33:21, í umspili Olísdeildar kvenna eftir að hafa tapað tveimur fyrstu viðureignunum.

Næsti leikur á sunnudag

Fjórði leikur liðanna verður í Skógarseli ÍR-inga á sunnudaginn klukkan 16 og áfram standa leikmenn og þjálfari Selfoss frammi fyrir þeirra staðreynd að mega ekki misstíga sig í heimsókninni.

„Leikurinn í kvöld og frammistaða liðsins var upphafið á leið okkar að svarinu. Nú náðum við frumkvæðinu strax í byrjun og lékum af fullum krafti til leiksloka. Gáfum ÍR-ingum ekki færi á okkur,“ sagði Eyþór.

Fargi létt

Eins og gefur að skilja var þungu fargi létt af honum, leikmönnum og stuðningsmönnum Selfossliðsins sem fjölmenntu í Sethöllina eins og stuðningsmenn ÍR. Óhætt er að segja að frábær stemning hafi verið á leiknum og töluglöggir heimamenn telja að aðeins einu sinni hafi verið betur mætt á kappleik í Sethöllinni á þessu keppnistímabili.

Verðum að fylgja eftir sigrinum

„Ég geri mér vonir að sá stígandi sem var í leik okkar í kvöld haldi áfram út leiktímabilið. Við erum spennt fyrir næsta leik á heimavelli ÍR á sunnudaginn. Þar verðum við að fylgja sigrinum í kvöld eftir. Vonandi verður pakkfullt hús eins og var hér hjá okkur í kvöld,“ sagði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gærkvöld.

Sem fyrr segir hefst fjórða viðureign ÍR og Selfoss í Skógaseli klukkan 16 á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -