- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingar tóku hressilega við sér í rífandi stemningu á heimavelli

Frá leiknum í Sethöllinni á Selfossi í kvöld.
- Auglýsing -

Lið Selfoss vaknaði hressilega til lífsins í kvöld í umspilskeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik, enda ekki seinna vænna eftir tvo tapleiki fyrir ÍR á upphafskafla úrslitakeppninnar. Fyrir framan nær fulla Sethöllina á Selfossi í frábærra stemningu sýndi Selfossliðið margar sínar bestu hliðar og vann öruggan sigur, 33:21, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 19:9.

Næst á sunnudaginn

Þar með hefur Selfoss einn vinning en ÍR tvo í rimmunni. Fjórði úrslitaleikurinn verður í Skógarseli í Breiðholti á sunnudaginn en tímasetning mun vera á reiki.

Leikmenn Selfoss voru sannarlega komnir með bakið upp að veggnum kalda fyrir leikinn í kvöld. Til þess að halda í vonirnar í einvíginu varð liðið að vinna. Greinilegt var frá fyrstu mínútu að leikmenn voru ákveðnir í að vinna. Vörn liðsins var frábær og sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél með fjölda hraðaupphlaupa. Stemningin var með heimamönnum. ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar.

Leikurinn í Sethöllinni í kvöld var afar vel sóttur af stuðningsmönnum beggja liða. Heimamenn töldu leikinn í kvöld hafa verið þann næst best sótta á keppnistímabilinu.


Fyrri hálfleikur markaði framhaldið. Selfossliðið byrjaði síðari hálfleik af krafti og var fljótlega komið með 12 marka forskot, 24:12. Úrslitin voru ráðin.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 10/, Tinna Soffía Traustadóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Roberta Stropé 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 12, 44,4% – Katrín Ósk Magnúsdóttir 2, 25%.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 5/3, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Erla María Magnúsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Guðrún Maryam Rayadh 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 10, 26,3% – Ísabella Schöbel Björnsdóttir 0.

Handbolti.is var í Sethöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -