- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvorugu liði tókst að tryggja sér bæði stigin

Ekki tókst Gróttu að vinna sér inn bæði stigin í leiknum við ÍBV á heimavelli í kvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Þrátt fyrir tækifæri á báða bóga á síðustu mínútum leiksins þá nýttust þau hvorki Gróttu né ÍBV til þess að tryggja sér tvö stig í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Niðurstaðan varð skiptur hlutur, jafntefli, 22:22, í jöfnum og spennandi leik liðanna í tveimur neðstu sætunum.

Eflaust er ÍBV-liðið sáttara við annað stigið en nýliðar Gróttu sem áfram eru neðstir í deildinni með fimm stig og ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast í kapphlaupinu um að halda sætinu í deildinni, eða alltént að ná umspilsætinu sem ÍBV situr í um þessar mundir með sjö stig.


Eins og áður segir var leikurinn í Hertzhöllinni jafn og spennandi. Grótta var marki yfir í hálfleik, 13:12. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, 20:18, þegar skammt var til leiksloka en Grótta jafnaði. Eftir það var jafnt á öllum tölum en ÍBV var á undan að skora.

Ída Margrét Stefánsdóttir jafnaði fyrir Gróttu úr vítakasti 75 sekúndum fyrir leikslok. ÍBV hóf sókn sem lauk 35 sekúndum fyrir leikslok með sláarskoti Britney Cots. Grótta sneri þar með vörn í sókn og tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Eftir hléið barst boltinn fljótlega til Katrínar Önnu Ásmundsdóttir í hægra horni frá Ídu Margréti. Dæmdur var ruðningur á Katrínu Önnu og þar með rann leiktíminn út. Þar við sat þrátt fyrir óánægju Gróttu.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk Gróttu: Karlotta Óskarsdóttir 8, Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Arndís Áslaug Grímsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Katrín S. Thorsteinsson 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 15/1, 40,5%.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 6/1, Sunna Jónsdóttir 6, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 5, Birna María Unnarsdóttir 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Britney Emilie Florianne Cots 1.
Varin skot: Bernódía Sif Sigurðardóttir 12, 36,4% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -