Rúnar Kárason er í þriðja sinn í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik þegar 13. umferðin var gerð upp eftir leiki helgarinnar. Þetta er í annað sinn í röð sem Rúnar er í liðinu og þriðja sinn alls á leiktíðinni.
Rúnar skoraði átta mörk í níu skotum og átti eina stoðsendingu þegar Ribe-Esbjerg tapaði á föstudagskvöld fyrir Óðni Þór Ríkharðssyni og samherjum í Holstebro á útivelli, 30:24. Rúnar skoraði ekkert marka sinna úr vítaköstum.
Lið 13. umferðar er þannig skipað, einkunn, stundum kölluð framlagsstig er síðasta talan. Innan sviga er fjöldi skipta í liði umferðarinnar á keppnistímabilinu.
Markvörður: Josip Cavar, SønderjyskE Herrer (1) 5,59
Vinstra horn: Martin Bisgaard, Fredericia Håndboldklub (2) 4,17
Vinstri skytta: Nikolaj Læsø, Aalborg Håndbold (2) 4,40
Miðjumaður: Mark Nikolajsen, Lemvig-Thyborøn Håndbold (1) 7,47
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Ribe-Esbjerg HH (3) 5,92
Hægra horn: René Rasmussen, Skjern Håndbold (2) 4,24
Línumaður: Emil Bergholt, Mors-Thy Håndbold (2) 5,57