- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Í heimi þjálfarans eru engir leikir auðveldir

- Auglýsing -

„Í heimi þjálfarans eru engir leikir auðveldir. Ég hef að minnsta kosti ekki fundið fyrir því,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla spurður um væntanlegar viðureignir við Eistlendingar í umspili um sæti á næsta heimsmeistaramótinu sem fram fara 8. og 11. maí. Fyrri viðureignin fer fram í Laugardalshöll og hófst miðasla á leikinn í á tix.is.

Snorri Steinn hefur þegar valið leikmennina 18 sem hann hefur í hyggju að tefla fram í leikjunum en samanlögð úrslit þeirra ráða hvort Ísland eða Eistland tekur þátt í HM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Eistlandi í janúar á næsta ári.

„Ég held að það sé enginn hroki að segja að við séum með sterkara lið en Eistlendingar, alltént á pappírunum,“ sagði Snorri Steinn í samtali við handbolta.is í dag.

„Það væru mikil vonbrigði fyrir okkur að komast ekki í gegnum þetta verkefni, ekki síst af því að HM er í húfi.

Ef við erum einbeittir og gerum þetta af krafti og náum góðum leikjum þá er ég mjög bjartsýnn um komast í gegnum þetta verkefni. Hinsvegar er það svo að ef menn gera eitthvað með hálfum huga þá er stutt í kúkinn,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.

Meðal þess besta

Snorri Steinn skorar á fólk að fjölmenna í Laugardalshöllina 8. maí, tryggja sér miða í tíma, og hvetja landsliðið til dáða.

„Leikir í fullsetinni Laugardalshöll er á meðal þess besta sem landsliðsmenn upplifa á ferlinum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við handbolta.is eftir að hann tilkynnti um val sitt á landsliðshópnum.

Nánar er rætt við Snorra Stein í myndskeiðinu efst í þessari frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -