Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn síðasta leik fyrir Bietigheim á laugardaginn þegar liðið vann HSV Hamburg, 28:27, á heimavelli. Aron Rafn stóð sig afar vel í kveðjuleiknum, varði 17 skot og var með 39% hlutfallsmarkvörslu. Fyrir frammistöðuna er hann launaður með því að vera valinn í lið lokaumferðarinnar.
Tilviljun réði að síðasti andstæðingur Arons Rafn var liðið sem hann gekk til liðs við fyrir þremur árum, HSV Hamburg, eftir að hafa átt frábært tímabil með ÍBV 2017/2018 og var m.a. í þreföldu meistaraliði Eyjamanna auk þess að vera valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Sumarið 2018 gekk Aron Rafn til liðs við HSV Hamburg en skipti eftir um eitt og hálft ár yfir til Bietigheim.
Aron Rafn samdi fyrir nokkrum vikum við deildarmeistara Olísdeildarinnar, Hauka, til næstu þriggja ára og mætir þar með galvaskur til leiks þegar keppni hefst á ný í haust hér á landi.
- Viggó veikur og var ekki í kveðjuleiknum – Andri Már einnig fjarverandi
- Þorsteinn Leó íþróttakarl Aftureldingar annað árið í röð
- Elvar Örn var ekki með í sigurleik vegna meiðsla
- Perla Ruth kjörin íþróttakona Selfoss
- Elín Jóna og Ómar Ingi handknattleiksfólk ársins