- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Í þriðja sinn á 7 árum mætir ÍBV liði frá Ísrael

Dagur Arnarsson og félagar í ÍBV leika við ísraelskt lið í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í september. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Silfurlið Olísdeildar karla í handknattleik, ÍBV, mætir Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Dregið var í morgun í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. KA og Haukar eru einnig skráð til leiks í keppninni en sitja yfir í fyrstu umferð.


Þetta verður í þriðja sinn á sjö árum sem ÍBV mætir liði frá Ísrael í Evrópubikarkepppninni. Árið 2015 dróst ÍBV á móti Hapoel Ramat Gan og þremur árum síðar á móti SGS Ramhat Hashron HC


Leikir 1. umferðar eiga að fara fram helgarnar 10. og 11. september og 17. og 18. september. Nafn ÍBV kom á undan upp úr skálunum í morgun og að öllu óbreyttu fer fyrri viðureignin fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum 10. eða 11. september og sú síðari 17. og 18. september.

Röskun á fyrstu leikjum Olísdeildar

Ljóst er að leikirnir í Evrópubikarnum munu eitthvað riðla dagskrá ÍBV í Olísdeild karla í upphafi. Samkvæmt uppkasti að röðun leikja í fyrstu tveimur umferðum Olísdeildar á ÍBV heimaleik við nýliða Harðar 9. september og viðureign á útivelli við KA 16. september.

Þessi lið drógust saman:

KH Kastrioti – RK Gracanica.
HC Dragunas Klaipeda – HC Dinamo Pancevo.
HC Berchem – Drenth Groep Hurry-up.
A.C. Diomidis Argous – HC Fivers WAT Margeten.
Maccabi Rishon-Le-Zion – RK Slovenj Gradec.
HC Dukla Prag – SPD Radnicki Kragujevac.
Raimond Sassari – SSV Brixen.
Izmir BSB SK – HC Robe Zubri.
ÍBV – Holon HC.
A.E.S.H Pylea – Apoel HC.
Spor Toto SK – HB Dudelange.
HC Tallinn – TJ Sokol Nove Veseli.
HC Linz AG – RK Izvidac.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -