- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Í úrslitaleik í tólfta sinn

Breki Dagsson sækir að vörn Stjörnunnar í Coca Cola bikarnum í október,. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Fram leikur á morgun í 12. sinn í úrslitum bikarkeppninnar í karlaflokki þegar liðið mætir Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla. Fram vann sannfærandi sigur á Stjörnunni í undanúrslitaleik í kvöld, 28:25, eftir að hafa verið með yfirhöndina nær alla síðari hálfleikinn.


Lárus Helgi Ólafsson fór á kostum í marki Fram og varði 16 skot. Vilhelm Poulsen héldu engin bönd í sóknarleiknum. Hann skorað 12 mörk, sjö úr vítaköstum, mörg þeirra vann landi hans Rógvi Dal Christiansen.


Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á um vera vera yfir. Að honum loknum var jafnt, 14:14. Framliðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik. Segja má að liðið hafi aldrei látið hana af hendi eftir það. Í hvert sinn sem Stjörnumönnum tókst að minnka muninn niður í eitt mark þá bættu Framarar við marki. Stjarnan elti allan síðari hálfleikinn.


Þegar upp er staðið var sigur Fram sanngjarn. Liðið var með yfirhöndina í leiknum allan síðari hálfleik, allt frá einu og upp í fjögur mörk. Varnarleikur Safamýrarpilta var góður og Lárus Helgi í ham í markinu.

Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 12/7, Þorvaldur Tryggvason 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2/1, Breki Dagsson 2, Ólafur Jóhann Magnússon 1, Stefán Darri Þórsson 1, Rógvi Dal Christiansen 1, Kristófer Andri Daðason 1, Arnar Snær Magnússon 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 16.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 5/5, Dagur Gautason 5, Hafþór Már Vignisson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Starri Friðriksson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Þórður Tandri Ágústsson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 9/2, Arnór Freyr Stefánsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -