- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV er deildarmeistari eftir 19 ára bið

Bikarmeistarar og deildarmeistarar ÍBV í handknattleik 2023. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

ÍBV varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið innsiglaði titilinn með sigri á Selfoss á heimavelli, 41:27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik kvenna en um síðustu helgi vann liðið bikarkeppnina í fyrsta sinn eftir 19 ára bið.


Ein umferð er eftir af Olísdeildinni en úrslit leikja hennar munu engu máli skipta fyrir ÍBV-liðið sem fékk deildarbikarinn afhentan í leikslok ásamt verðlaunapeningum.


ÍBV-liðið lék af mikilli einbeitingu frá upphafi til enda. Ljóst var að leikmenn og þjálfari ætluðu ekki að láta happ úr hendi sleppa og gefa færi á spennu í lokaumferðinni eftir viku.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Úrslit leikja dagsins í næst síðustu umferð Olísdeildar kvenna.


ÍBV – Selfoss 41:27 (21:15).
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11/2, Harpa Valey Gylfadóttir 8, Sunna Jónsdóttir 7, Ingibjørg Olsen 4, Elísa Elíasdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Amelía Einarsdóttir 2, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1/1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 16, 50% – Tara Sól Úranusdóttir 3, 30%.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 14/3, Hulda Hrönn Bragadóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 11, 23,9% – Áslaug Ýr Bragadóttir 1/1, 14,3%.

HK – Valur 21:28 (6:11).
Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 10/1, 26,3%.
Mörk Vals: Lilja Ágústsdóttir 6/2, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3/1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Karlotta Óskarsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 10/1, Anna Karólína Ingadóttir 1, 16,7%.

Stjarnan – Haukar 23:21 (10:11).
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5/2, Britney Cots 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 19/2, 47,5%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Sara Odden 3, Ena Car 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 13/3, 37,1%.


KA/Þór – Fram 25:28 (12:16).
Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 10, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7/4, Ida Margrethe Hoberg 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11, 28,2%.
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 6/2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11/1, 30,6%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Handbolti.is fylgdist með leikjum 20. umferðar Olísdeildar kvenna á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -