- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar eyðilögðu partýið í Vestmannaeyjum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Haukar gerðu það sem fæstir reiknuðu með. Þeir eyðilögðu partýíið í Vestmannaeyjum í kvöld með því að koma, sjá og sigra. Haukar unnu með sex marka mun, 34:28, eftir að hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn. Forskot þeirra var þrjú mörk í hálfleik, 17:14. Fjórði leikurinn er þar með staðreynd í einvíginu á mánudaginn á Ásvöllum og hefst klukkan 19.

Troðfullt hús var í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld og rífandi góð stemning. Bikarinn var í húsinu og spenna í lofti. Leikmenn ÍBV stóðust ekki pressuna. Þeir voru ekki nógu beittir, heldur gáfu Haukum eftir frumkvæðið. Gestirnir voru með yfirhöndina nánast frá upphafi til enda. Þeir stóðust álagið, þeir stóðust varnarleik ÍBV, hvort heldur 5/1 eða 6/0. Markvarsla ÍBV var engin meðan Aron Rafn Eðvarðsson náði sér vel á strik í marki Hauka í síðari hálfleik.

Eyjamenn töpuðu boltanum mjög oft, oftar en Haukar og m.a. skýrist munurinn á liðunum í hálfleik m.a. af töpuðum boltum.
Síðast en ekki síst þá tókst Haukum að standast álagið síðustu 10 til 15 mínútur leiksins, á kafla þar sem ÍBV hefur á stundum verið að gera út um sína leiki í úrslitakeppninni.

Fyrst og síðast þá stóðust leikmenn ÍBV ekki álagið sem fylgdi kvöldinu.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 13/2, Kári Kristján Kristjánsson 5, Dagur Arnarsson 4, Elmar Erlingsson 4, Róbert Sigurðarson 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6/1 21,4% – Pavel Miskevich 3, 20%.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Ólafur Ægir Ólafsson 8, Heimir Óli Heimisson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Andri Már Rúnarsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 14/1, 33,3%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -