- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV leikur til úrslita á laugardaginn

Marta Wawrzykowska og Birna Berg Haraldsdóttir leikmenn ÍBV fagna, þó ekki í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

ÍBV mætir Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í handknattleik á laugardaginn klukkan 13.30. ÍBV vann Selfoss, 29:26, í síðari undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. ÍBV og Valur eru tvö efstu lið Olísdeildar og ljóst að framundan er hörkuleikur ef að líkum lætur.


Framan af fyrri hálfleik var leikurinn jafn en ÍBV sótti í sig veðrið þegar á leið leikinn. Sterkur varnarleikur ÍBV sló vopnin úr höndum Selfossliðsins í sóknarleiknum. Marta Wawrzykowska varði vel í markinu.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir reyndist Selfossliðinu erfið. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson.


ÍBV byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti var komið með níu marka forskot þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af leiktímanum. Úr því varð leikurinn aldrei spennandi. Selfossliðið gafst þó aldrei upp þótt á brattann væri að sækja og tókst að minnka verulega muninn á síðustu mínútunum þegar þjálfarar ÍBV voru byrjaðir að gefa lítt reyndari leikmönnum tækifæri.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Elísa Elíasdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Ingibjørg Olsen 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Karolina Olszowa 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15, 45,5%.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 11, 28,9%.

Handbolti.is var í Laugardalshöll og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -