- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV ruddi þriðja gríska liðinu úr vegi

ÍBV heldur áfram að gera það gott í Evrópubikarkeppninni. Mynd/Þóra Sif Kristinsdóttir
- Auglýsing -

ÍBV tryggði sér í dag sæti í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik með öruggum sigri á O.F.N. Ionias, 27:22, í síðari viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Gríska liðið vann fyrri viðureignina í gær, 21:20. ÍBV hafði þar með betur samanlagt, 47:43. Þetta er þriðja gríska liðið sem ÍBV ryður úr vegi í Evrópubikarkeppninni á einu ári.


Dregið verður í næstu umferð keppninnar á þriðjudagsmorgun og verða tvö íslensk lið í pottinum. Auk ÍBV er það Valur sem komst áfram eftir sigur í Slóvakíu fyrir viku.


ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Um miðjan síðari hálfeik var forskotið orðið sjö mörk, 22:15. Eyjaliðið slakaði ekkert á klónni. Sóknarleikurinn var góður og vörn og markvarsla til mikils sóma en Marta Wawrzynkowska var með liðlega 44% markvörslu þegar upp var staðið.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 3, Karolina Olszowa 2, Marija Jovanovic 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 17, 44,7%.
Mörk O.F.N. Ionias: Natasa Krnic 5, Nikolina Kepesidou 5, Aikaterini Mania 3, Christa-Maria Stougiannidou 2, Tatiana Khmyrova 2, Sska Davidovic 2, Despiina Fragkou 1, Aikaterini Giannopoulou 1, Dimitra Mylona 1.
Varin skot: Maddalini Kepesidou 15, 37,5%.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -