- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV sótti sigur í Safamýri og nýr þjálfari skilaði sigri

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og leikmenn leggja á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV heldur áfram sigurgöngu sinni í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í gær gerði liðið sér lítið fyrir og vann efsta lið deildarinnar, Fram, 26:24, í 14. umferð deildarinnar. Þetta var aðeins annað tap Fram í deildinni á keppnistímabilinu. Þetta var hinsvegar fjórði sigurleikur ÍBV í röð í Olísdeildinni og sá sjötti séu tveir leikir í Evrópubikarkeppninni taldir með.


Stjarnan vann Hauka, 28:22 á Ásvöllum, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Hrannars Guðmundssonar sem tók við þjálfun liðsins á dögunum. HK vann Aftureldingu í hörkuleik í Kórnum, 31:29. Afturelding mun hafa leikið einn sinn besta leik á keppnistímabilinu. Þetta var hinsvegar fyrsti leikur HK-liðsins á árinu en nokkrum leikjum hefur verið frestað vegna smita og sóttkvíar.


Loks unnu Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs lið Vals, 28:23, í KA-heimilinu. KA/Þór er þar með aðeins stigi á eftir Val í þriðja sæti með 15 stig. Fram er sem fyrr efst með 21 stig, er fimm stigum á undan Val.


Beðist er velvirðingar á að úrslit og markaskorarar í leikjum Olísdeildar kvenna birtast ekki fyrr en á sunnudagsmorgni. Ástæða þess er að blaðamaður handbolta.is var á ferðalagi frá Búdapest til Íslands í gær. Af ýmsum ástæðum stóð ferðlagið heim yfir í rúmlega tvöfalt lengri tíma en til stóð. Þar á ofan var ekkert netsamband í flugvélinni og þar með útilokað að koma efni frá sér.


Fram – ÍBV 24:26 (12:17).

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Harpa María Friðgeirsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Emma Olsson.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Elísa Elíasdóttir 5, Karolina Olszowa 5, Sunna Jónsdóttir 5, Linda Cardell 2, Marija Jovanovic 2.


HK – Afturelding 31:29 (19:13).
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 11/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 9/2, 23,7%.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 11, Susan Ines Gamboa 8, Jónína Hlin Hansdóttir 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 8, 21,6%.


KA/Þór – Fram 28:23 (14:10).
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 10/2, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Hildur Lilja Jónasdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1/1.
Varin skot: Matea Lonac 12, 40%, Sunna Guðrún Pétursdóttir 2/1, 33,3%.
Mörk Vals: Mariam Eradze 10/1, Thea Imani Sturludóttir 4/3, Auður Ester Gestsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hildur Sigurðardóttir.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 13, 35,1% – Saga Sif Gísladóttir 0.


Haukar – Stjarnan 22:28 (12:13).
Mörk Hauka: Sara Odden 6, Karen Helga Díönudóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3/2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Berta Rut Harðardóttir 2/1, Natasja Hammer 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Elín Klara Þorkelsdóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 13/1, 32,5%.
Mörk Stjörnunnar: Britney Cots 10, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Telma Sif Sófusdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg 7, 36,8% – Darija Zecevic 7, 41,2%.


Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -