Rússneski handknattleiksmaðurin Konstantin Igropoulo hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann hefur barist við langvarandi meiðsli síðustu misseri og sér ekki fram á að ná heilsu á nýjan leik. Hann er 35 ára gamall.
Igropoulo var samningsbundinn Wisla Plock í Póllandi fram á síðasta sumar að leiðir hans og félagsins skildu. Hann var lengi með Füchse Berlin auk þess að vera m.a. í sigurliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu 2011.
Hinn grísk-rússneski Igropoulo vakti fyrst verulega athygli með rússneska meistaraliðinu Chekhovskiye Medvedi á árunum um og eftir tvítugt áður en hann fór til Barcelona 2009. Síðar átti hann m.a. eftir að leika undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá Kolding Köbenhavn 2015 til 2017. Þaðan fór Rússinn til Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi og síðan Wisla Plock þar sem meiðsli settu strik í reikninginn.
Igropoulo á að baki ríflega 100 landsleiki fyrir Rússland. Í þeim skoraði hann liðlega 500 mörk.