- Auglýsing -

Ihor fær íslenskan ríkisborgararétt

- Auglýsing -


Ihor Kopyshynskyi handknattleiksmaður Aftureldingar var einn 50 einstaklinga sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt á síðasta starfsdegi sínum í dag að fenginni tillögu allsherajar- og menntamálanefndar.


Ihor er fæddur í Úkraínu 1991. Hann kom til hingað til lands 2016 til að leika með Akureyri handboltafélagi. Eftir að samstarf Akureyrarfélaganna lognaðist út af gekk Ihor til liðs við Þór og þaðan til Hauka eftir stutt hlé frá handbolta. Ihor hefur leikið með Aftureldingu frá 2022 og hefur verið einn vaskasti vinstri hornamaður deildarinnar. Ihor endurnýjaði nýverið samning sinn við Aftureldingu til tveggja ára.

Kopyshynskyi semur til tveggja ára í viðbót

Tveggja ára bið

Um nýliðna helgi lauk Ihor keppni með landsliði Úkraínu á Evrópumótinu í strandhandbolta. Þar af leiðandi verður hann vart gjaldgengur með íslenska landsliðinu, ef hörgull verður á vinstri hornamönnum, fyrr en að tveimur árum liðnum.

Frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -