- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ingunn María skrifar undir tveggja ára samning

Ingunn María Brynjarsdóttir, efnilegur markvörður Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ingunn María Brynjarsdóttir, markvörður hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2025. Ingunn er án efa ein af efnilegri markvörðum landsins og vakið verðskuldaða athygli með yngri liðum Fram og unglingalandsliðunum á síðustu árum.

Hún var m.a. U17 ár landsliðinu sem tók þátt í Evrópumótinu sem fram fór í Podgorica í Svartfjallalandi í fyrri hluta þessa mánaðar.


Ingunn María hefur orðið margfaldur Íslandsmeistari með yngri flokkum félagsins og borið af í sinni stöðu, segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram. Á síðasta keppnistímabili tók Ingunn María þátt í nokkrum leikjum með Fram í Olísdeildinni.

Ingunn hefur sæti í U16 og U17 landsliðum Íslands auk þess að vera einnig valin í U18 landsliðið sem hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu fyrir ári síðan.

Ingunn María hefur staðið sig vel með yngri landsliðunum. Hún átti t.d. frábært mót á EM U17 landsliða, var um 30% hlutfallsmarkvörslu þegar tölfræði mótsins var gerð upp í mótslok.

Tengdar fréttir:
Olísdeild kvenna.
Leikjadagskrá Olísdeilda.

Tveggja ára samningur hjá Dagmar Guðrúnu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -