- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Innan við ári síðar fetaði kvennalandsliðið í fótspor karlandsliðsins

Færeyska kvennalandsliðið í handknattleik. Mynd/Facebook-síða Handknattleikssambands Færeyja
- Auglýsing -

Innan við ári eftir að karlalandslið Færeyinga vann það sögulega afrek að vinna sér í fyrsta sinn þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik karla hefur kvennalandsliðið fetað í fótsporin og verður með í lokakeppni EM í fyrsta skipti. Þrátt fyrir tap fyrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í dag þá stigu færeysku handknattleikskonurnar sigurdans á Ásvöllum þegar tilkynnt var í hátalakerfi Ásvalla að staðfest væri að Færeyingar væri komnir með EM-farseðil í hendurnar. Fjöldi Færeyinga var á áhorfendapöllunum og fagnaði með leikmönnum og þjálfurum.


Færeyska landsliðið var eitt fjögurra landsliða sem komst áfram af þeim liðum sem náðu bestum árangri þeirra sem hrepptu þriðja sætið í riðlum undankeppninnar. Hin eru landslið Potúgal, Tyrklands og Slóvakíu.

Eins og nærri má geta eru Færeyingar fámennasta þjóðin sem hefur tryggt sér sæti í lokakeppni EM, hvort heldur í kvenna- eða karlaflokki. Árangurinn undirstrikar þær miklu framfarir sem hafa orðið í handknattleik meðal þessarar góðu systraþjóðar okkar Íslendinga.

Færeyska landsliðið sem lék á Ásvöllum í dag og hefur náð þessu stórkostlega árangri er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Annika Fríðheim Petersen, Follo HK.
Rakul Wardum, Ringkøbing Håndbold.
Aðrir leikmenn:
Rannvá Olsen, VÍF.
Hervør Niclasen, Neistin.
Karin Egholm, H71.
Lív Sveinbjørnsdóttir Poulsen, TMS Ringsted.
Anna Elisabeth Halsdóttir Weyhe, H71.
Turið Arge Samuelsen, Kyndil.
Brynja Høj, Neistin.
Bjarta Osberg Johansen, Kyndil.
Pernille Brandenborg, København Håndbold.
Bjørk Franksdóttir Joensen, Neistin.
Elsa Egholm, H71.
Maria Pálsdóttir Nólsoy, Neistin.
Súna Krossteig Hansen, Ajax København.
Jana Mittún, Viborg HK.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -