- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR bætir við sig leikmönnum og Anna Dögg framlengir

Leikmenn ÍR f.v.: Berglind Björnsdóttir, Anna Dögg Anrarsdóttir og Erla María Magnúsdóttir.
- Auglýsing -

ÍR hefur fengið til sín Berglindi Björnsdóttur og Erlu Maríu Magnúsdóttur frá Fjölni/Fylki áður en átökin hefjst í Grill66-deild kvenna síðar í þessum mánuði.


Berglind er 22 ára miðjumaður sem getur leyst allar stöður fyrir utan. Hún er kvikur og kraftmikill leikmaður, ósérhlífin og góður varnarmaður, segir í tilkynningu frá handknattleikdeild ÍR.


Erla María er 18 ára og getur leyst báðar hornastöðurnar auk þess að geta brugðið sér inn á línu. Hún mun einnig styrkja 3. flokk og bætast í fjölmennan hóp leikmanna sem fyrir er hjá ÍR.


Þessu til viðbótar hefur Anna Dögg Arnarsdóttir, sem lék 11 leiki með ÍR í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili, framlengt samning sinn. Anna Dögg er línumaður sem getur einnig leyst af í hornunum. Hún var í lok síðasta tímabils valin mikilvægasti leikmaður hópsins.


Fyrsti leikur ÍR-inga í Grill66-deildinn verður föstudaginn 23. september gegn HK U. Leikurinn fer fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi ÍR-inga sem tekið var í notkun í sumar.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -