Riðið var í gær á vaðið með keppni í 2. deildar karla í handknattleik á þessari leiktíð, þ.e. deild fyrir neðan Grill 66-deildina. ÍR 2 lagði Stjörnuna 2, 36:31, í Hekluhöllinni í Garðabæ eftir að hafa verið níu mörk yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:11.
Segja má að leikmenn Stjörnunnar og ÍR hafi þjófstartað. Næstu leikir í deildinni er ekki ráðgerðir fyrr en sunnudaginn 5. október.
Auk ÍR 2 og Stjörnunnar 2, eru Grótta 2, Hvíti riddarinn 2, Hörður 2, Mílan, Víðir, Víkingur 2, Vængir Júpíters og Þór 2 skráð til leiks í 2. deild.
Mörk Stjörnunnar: Stefán Orri Stefánsson 7, Dagur Logi Sigurðsson 5, Matthías Dagur Þorsteinsson 4, Natan Theodórsson 4, Viktor Breki Róbertsson 3, Ari Freyr Gunnarsson 2, Marel Haukur Jónsson 2, Baldur Ingi Pétursson 1, Gunnar Dagur Bjarnason 1, Lúðvík Guðni Hjartarson 1, Húgó Máni Ólafsson 1.
Varin skot: Baldur Ingi Pétursson 9, Óskar Páll Þórðarson 6.
Mörk ÍR 2: Matthías Ingi Magnússon 10, Örn Kolur Kjartansson 6, Nökkvi Blær Hafþórsson 4, Zayd El Bouazzati 4, Bjarni Dagur Svansson 3, Daði Steinn Wíum 3, Patrekur Smári Arnarsson 2, Nathan Doku Helgi Asare 2, Gísli Hrafn Valsson 1, Óðinn Bragi Sævarsson 1.
Varin skot: Gísli Hrafn Valsson 15.