ÍR vann öruggan sigur á Stjörnunni, 32:25, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Skógaseli í dag í áttundu umferð deildarinnar. ÍR-ingar halda þar með fast í annað sæti deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir forystuliðinu, Val. Stjarnan rekur áfram lestina með eitt stig.
ÍR hafði mikla yfirburði frá upphafi og eftir 13 mínútur var staðan 10:4. Í hálfleik var níu marka munur og ljóst að nýju þjálfarateymi Stjörnunnar hafði ekki tekist að finna töfralausnir á síðustu dögum.
ÍR-ingar héldu sjó í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur.

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 12/4, Katrín Tinna Jensdóttir 7, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, María Leifsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Solveig Lára Kjærnested 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 18/3, 42,9%.
Mörk Stjörnunnar: Natasja Hammer 10, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/2, Inga Maria Roysdottir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 26,9% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2, 13,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



