- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar efstir – Meier heldur uppteknum hætti

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Þórsara, 36:34, í Höllinni á Akureyri í toppslag deildarinnar, en leikmenn beggja liða horfa löngunaraugum á efsta sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Olísdeildinni á næstu leiktíð.

Ungmennalið Fram er reyndar efst að stigum en það er alveg sama hversu marga leiki liðið vinnur. Það fer ekki upp úr deildinni.

Þegar fjórar umferðir eru eftir í Grill 66-deild karla er ÍR er efst þeirra liða sem eiga möguleika á að flytjast upp um deild í vor. ÍR hefur 20 stig að loknum fjórtán leikjum. Fjölnir er stigi þar á eftir og Þór er í þriðja sæti með 18 stig en hefur lokið 15 leikjum.

Hörður er ekki langt á eftir liðunum þremur. Ísfirðingar hafa 16 stig. Þeir lögðu ungmennalið Vals á Torfnesi í dag, 37:29. Annan leikinn í röð varði Þjóðverjinn Jonas Meier eins og berserkur í marki Harðar. Alls varði kappinn 25 skot í dag og virðist standa undir væntingum Ísfirðinga sem leitað höfðu dyrum og dyngjum að markverði þegar Meier rak á fjörur vestra.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.

Þór Ak – ÍR 34:36 (15:20).
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 12, Halldór Kristinn Harðarson 7, Sveinn Aron Sveinsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Þormar Sigurðsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 1, Garðar Már Jónsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 6, Tómas Ingi Gunnarsson 4.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 11, Bernard Kristján Darkoh 8, Róbert Snær Örvarsson 5, Jökull Blöndal Björnsson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Bergþór Róbertsson 2, Egill Skorri Vigfússon 2.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 16.

Hörður – Valur U 37:29 (17:15).
Mörk Harðar: Tugberk Catkin 8, Jose Esteves Neto 6, Endijs Kusners 5, Óli Björn Vilhjálmsson 4, Kenya Kasahara 4, Guilherme Carmignoli Andrade 3, Axel Sveinsson 3, Daníel Wale Adeleye 2, Jhonatan C. Santos 1, Otto Karl Kont 1.
Varin skot: Jonas Meier 25.
Mörk Vals U.: Þorvaldur Örn Þorvaldsson 7, Tómas Sigurðarson 6, Hilmar Már Ingason 5, Atli Hrafn Bernburg 4, Jóhannes Jóhannesson 4, Knútur Gauti Kruger 1, Daníel Montoro Montoro 1, Arnar Gauti Birgisson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 8, Hilmar Már Ingason 3.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -