- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar endurheimtu efsta sætið

ÍR-ingar unnu stórsigur á ungmennalið Fram í kvöld. Mynd/Facebooksíða ÍR.
- Auglýsing -

ÍR-ingar, undir stjórn Sólveigar Láru Kjærnested þjálfara, gefa ekki þumlung eftir í toppbaráttu Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Í gærkvöld endurheimti ÍR efsta sæti deildarinnar með því að krækja sér í tvö dýrmæt stig í heimsókn til Vals í Origohöllina, 28:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10.


Grótta náði efsta sæti Grill 66-deildar á föstudagskvöld með sigri á ungmennaliði Fram á heimavelli. Leikmenn ÍR voru staðráðnir í ná efsta sætinu til baka í gær og það tókst.

ÍR hefur 11 stig eftir sex leiki og eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað leik. Grótta er stigi á eftir og hefur auk þess leikið einum leik fleira. Afturelding og FH lúra skammt á eftir en nánar má sjá stöðuna neðst í þessari grein.


Markverðir beggja lið voru vel með á nótunum í leiknum í gærkvöld. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 17 skot í marki Vals og Hildur Öder Einarsdóttir 16 skot í marki ÍR.


Áttunda umferð Grill 66-deildar hefst á föstudaginn. Afturelding mætir FH á Varmá, ÍR fær liðsmenn Fjölnis/Fylkis í heimsókn í Skógarsel og Víkingur og Grótta eigast við í Safamýri.


Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 4, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 17.

Mörk ÍR: Matthildur Lilja Jónsdóttir 7, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 6, Karen Tinna Demian 4, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Erla María Magnúsdóttir 1, Vaka Líf Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 16.


Staðan í Grill 66-deild kvenna:

ÍR6510168 – 12211
Grótta7502202 – 16910
Afturelding6411182 – 1409
FH6402157 – 1518
Fram U6303169 – 1726
Vikingur6204167 – 1724
HK U7205181 – 2284
Fjölnir/Fylkir6204144 – 1744
Valur U6006134 – 1760

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -