- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar fóru bónleiðir til búðar

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Handknattleiksdeild ÍR tapaði kærumáli sínu á hendur ÍBV Íþróttafélagi vegna atviks sem átti sér stað í viðureign liða félaganna í Olísdeild karla í handknattleik á dögunum. Kæran sneri að því að einn leikmaður ÍBV lauk leiknum með annað númer á treyju sinni en hann var skráður með á leikskýrslu. Var það mat ÍR að með þessu hefði verið gerð breyting leikskýrslu eftir að leikur er hafinn og leikmaðurinn verið ólöglegur. Í stuttu máli sagt þá féllst dómstóll HSÍ ekki á málatilbúnað ÍR. Gekk dómurinn svo langt að telja kæru ÍR vera tilefnislausa og dæmdi ÍR til greiðslu 50.000 króna í málskostnað til ÍBV Íþróttafélags.

ÍR-ingar kæra framkvæmd leiks í Eyjum

Í stuttu máli þá segir í dómnum að viðkomandi leikmaður, sem skipti um treyju á meðan leikurinn stóð yfir, að beiðni dómara vegna þess að blóð var í treyjunni, hafi verið löglegur í upphafi leiks enda skráður á skýrslu þegar leikur hófst.

Sneri hann aftur inn á leikvöllinn í annarri treyju með leyfi dómara og eftirlitsmanns og lauk því leik með annað leiknúmer letrað á liðstreyju en greinir í leikskýrslu.

Síðan vitnar dómurinn í 32. gr. reglugerðarinnar er fjallað um ólöglega skipað lið. Samkvæmt ákvæðinu telst lið ólöglega skipað ef ólöglegur leikmaður er á leikskýrslu, eða ef leikmaður tekur þátt í leiknum sem ekki er á leikskýrslu.

„Þá verður heldur ekki fram hjá því litið að tekið er á tilvikum sem þessum í leikreglum HSÍ frá 1. mars 2024, sbr. leikreglur IHF „IX. Rules of the Game a) Indoor Handball“. Segir þar í reglu 4.7 að allir útileikmenn liðs skuli vera í eins búningum og í reglu 4.8 að leikmenn skuli vera með sýnileg númer sem eru minnst 20 sm há á baki treyju og minnst 10 sm há að framanverðu.
Í skýringum við ákvæðin er sérstaklega tekið á því tilviki ef leikmaður kemur inn á leikvöllinn með rangt númer. Þar segir: „Brot á reglum 4:7 og 4:8 leiða ekki til þess að lið missi vald á bolta. Þau leiða aðeins til truflunar á leik til þess að skipa leikmanni að leiðrétta mistökin og leikur hefst á ný með kasti til þess liðs sem hafði vald á boltanum.“

Að mati dómsins er enginn vafi á því að umrædd regla tekur á því tilviki sem hér er til úrlausnar.

Mælir reglan fyrir um hvernig dómarar leiks skuli bregðast við ef aðstaðan kemur upp og er það í þeirra valdi að leysa úr henni og „leiðrétta mistökin“. Af því leiðir að slíkt tilvik getur ekki falið í sér að ólöglegur leikmaður hafi tekið þátt í leiknum í skilningi 32. gr. reglugerðar HSÍ,“ segir orðrétt í dómi dómstóls Handknattleikssambands Íslands sem birtur var í dag.

Eins og áður segir sneri leikmaður aftur inn á leikvöllinn í annarri treyju með leyfi dómara og eftirlitsmanns og lauk því leik með annað leiknúmer letrað á liðstreyju en greinir í leikskýrslu.

Hér fyrir neðan má lesa dóminn í heild.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -