Grétar Áki Andersen fer vel af stað sem þjálfari kvennaliðs ÍR því liðið gerði sér lítið fyrir og vann sanngjarnan sigur á Haukum, 30:27, á Ásvöllum í dag í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna. Staðan var jöfn í hálfleik, 14:14. ÍR-ingar voru hinsvegar sterkari þegar á leið síðari hálfleik og máttu kætast vel á gólfi Ásvallar þegar sigurinn var í höfn.
Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum hjá ÍR-ingum og skoraði 12 mörk. Fleiri leikmenn létu til sín taka og um góðan og óvæntan liðssigur var að ræða. Haukar tapa ekki oft leikjum á heimavelli.
Ljóst er að nokkuð er í land að Díana Guðjónsdóttir og Stefán Arnarson verði búin að stilla alla strengi í sveit sinni eftir töluverðar breytingar í sumar. Bæði með nýjum leikmönnum og eins að leita leiða til þess það fylla hið stóra skarð sem Elín Klara Þorkelsdóttr skildi eftir sig þegar hún flutti til Svíþjóðar.
ÍR-ingum á hinsvegar væntanlega eftir að vaxa meira ásmegin eftir þennan góða sigur í dag.
Mörk Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 10/5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 7, Embla Steindórsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Sara Marie Odden 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 4, 14,8% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 12,5%.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 12/6, Vaka Líf Kristinsdóttir 6, Anna María Aðalsteinsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 8, 22,9%.