- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar heltust úr lestinni – ÍBV mætir Val

Karolina Olszowa, Amelía Dís Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir leikmenn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með öðrum öruggum sigri á ÍR, 22:18, í Skógarseli. ÍR-ingar léku illa í fyrri hálfleik á heimavelli að þessu sinni og misstu leikmenn ÍBV langt fram úr sér. Staðan var 14:5 eftir fyrri hálfleik og úrslitin svo að segja ráðin.

ÍBV gaf eftir þegar leið leið leikinn og Sigurður Bragason þjálfari tók til við að tefla fram yngri og lítt reyndari leikmönnum. Sigurinn var svo sannarlega aldrei í hættu en ÍR skoraði fimm síðustu mörkin.

ÍR-ingar eru þar með komnir í sumarleyfi eftir sitt fyrsta keppnistímabil í Olísdeild kvenna um langt árabil. Aðeins er ár liðið síðan ÍR hafnaði í öðru sæti Grill 66-deildar og komst upp í Olísdeildina eftir sigur á Selfossi í æsilega spennandi umspilsleikjum.

ÍBV mætir meistaraliði Vals í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en liðin léku til úrslita um titilinn fyrir ári. Fyrsta viðureignin verður á þriðjudaginn eftir viku, samkvæmt því skipulagi sem liggur fyrir á vef HSÍ.

Mörk ÍR: Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Karen Tinna Demian 2, Sara Dögg Hjaltadóttir 2/1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Erla María Magnúsdóttir 1, Berglind Gunnarsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 15/2, 40,5%.

Mörk ÍBV: Þóra Björg Stefánsdóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Amelía Einarsdóttir 3, Karolina Olszowa 2, Elísa Elíasdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2/2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Margrét Björg Castillo 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 9/1, 39,1% – Réka Edda Bognár 0.

Sjá einnig:

Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -