- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar í kröppum dans

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍR-ingar sluppu svo sannarlega með skrekkinn í kvöld gegn Kórdrengjum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla í handknattleik. Það var ekki fyrr en að lokinni framlengingu sem leikmenn ÍR gátu fagnað sigri, 37:34. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 29:29. Liðin mætast öðru sinni í Kórnum á laugardaginn klukkan 18. Ef marka má leikinn í kvöld hafa leikmenn Kórdrengja ekki sagt sitt síðasta orð.


Leikmenn Kórdrengja gerðu ÍR-ingum svo sannarlega skráveifu í fyrri hálfleik með kröftugum leik og afbragðs varnarleik. Kórdrengir voru með sex marka forskot, 16:10, eftir fyrri hálfleik.


Leikmönnum ÍR tókst að jafna sinn hlut í síðari hálfleik en þeim lánaðist aldrei að taka afgerandi forystu. Svo fór að framlengja varð leikinn eins og áður sagði enda eru jafntefli ekki tekin sem gild úrslit í úrslitakeppninni.


Mörk ÍR: Andri Heimir Friðriksson 10, Viktor Sigurðsson 8, Dagur Sverrir Kristjánsson 4, Gabríel Freyr Kristinsson 4, Hrannar Ingi Jóhannsson 4, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1.

Mörk Kórdrengja: Egill Björgvinsson 8, Markús Björnsson 6, Matthías Daðason 6, Eyþór Hilmarsson 5, Hjalti Freyr Óskarsson 4, Stefán Mickael Sverrisson 3, Sigurður Karel Bachman 1, Birkir Fannar Bragason 1.

Leikjadagskrá umspils Olísdeildar karla er að finna hér.

Fyrr í dag vann Fjölnir lið Þór Akureyrar í hinni viðureign undanúrslita umspilsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -