- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar komust á ný upp að hlið Selfoss

Matthías Imsland formaður handknattleiksdeildar ÍR og Karen Tinna Demian sem skoraði 13 mörk gegn Fjölni/Fylki í kvöld. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

ÍR komst á ný upp að hlið Selfoss í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með 11 marka sigri á Fjölni/Fylki, 35:24, í Austurbergi. Þetta var fyrsti leikur ÍR-liðsins í deildinni síðan 17. desember en liðið hefur ekki farið varhluta af frestunum leikja sökum kórónuveirunnar.


Karen Tinna Demian fór á kostum í liði ÍR að þessu sinni og skoraði 13 mörk, eða ríflega þriðjung markanna. Karen Tinna kom í haust að láni til ÍR frá Stjörnunni.


Neðsta lið Grill66-deildarinnar náði aldrei að standa uppi í hárinu á ÍR-ingum að þessu sinni. Fjölnir/Fylkir var sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 18:12.


Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 13, Dagbjört Ólafsdóttir 8, Ksenija Dzaferovic 4, Stefanía Ósk Hafberg 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, María Leifsdóttir 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Þórhildur Vala Kjartansdóttir 1.

Mörk Fjölnis/Fylkis: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 5, Ada Kozicka 5, Azra Cosic 3, Telma Sól Bogadóttir 3, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 3, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 2, Harpa Elín Haraldsdóttir 1, Tina Stojanovic 1, Sara Lind Stefánsdóttir 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -