- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar svifu áfram í átta liða úrslit

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍR-ingar eru komnir í átta liða úrslit bikarkeppni HSÍ í handknattleik karla eftir að þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu lið Selfoss á sannfærandi hátt, 34:28, í Skógarseli í kvöld. ÍR var marki yfir í hálfleik, 14:13.


Ólafur Rafn Gíslason fór mikinn í marki ÍR-inga í leiknum í kvöld, varði 17 skot sem hafði mikið að segja. Á sama tíma voru kollegar hans hinum megin vallarins daufir í dálkinn.


Snemma í síðari hálfleik tóku leikmenn ÍR af skarið. Þeir náðu fjögurra til fimm marka forskoti sem þeir létu ekki af hendi, hvað sem leikmenn Selfoss reyndu. Mestur varð munurinn sjö mörk í síðari hálfleik.


Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 10, Viktor Sigurðsson 6, Eyþór Ari Waage 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Markús Björnsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 17.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 11, Ísak Gústafsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Einar Sverrisson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 8, Vilius Rasimas 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -