Selfyssingurinn Ísak Gústafsson er þess albúinn að hefja æfingar og keppni með danska úrvalsdeildarliðinu TMS Ringsted. Hann kastaði kveðju á stuðningsmenn liðsins á samfélagsmiðlum félagsins í morgun og segist bíða spenntur eftir að hitta nýja samherja og stuðningsmenn félagsins að loknu sumarleyfi.
Ísak samdi við TMS Ringsted síðla síðasta vetur eftir að hafa leikið í tvö ár með Val og m.a. leikið stórt hlutverk í sigri liðsins í Evrópubikarkeppninni fyrir ári.
Æfingar hefjast fljótlega hjá TMS Ringsted en fyrsti æfingarleikurinn verður við Team Sydhavsøerne 31. júlí. Eftir það taka við æfingaleikir við Fredericia 5. ágúst og Skjern 11. ágúst áður en kemur að bikarleik við TIK í Taastrup 14. ágúst.
Bærinn Rigsted er nánast í miðju Sjálands í Danmörku.