- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísak var í ham gegn Sandnesingum

Ísak Steinsson markvörður á vaktinni. Mynd/ IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -


Ísak Steinsson markvörður 20 ára landsliðsins í handknattleik stóð sannarlega fyrir sínu í gær þegar lið hans, Drammen, vann Sandnes með 15 marka mun, 38:23, í sjöundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli.

Með sigrinum færðist Drammen upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sjö leikjum. Elverum er tveimur stigum ofar en á leik til góða. Sömu sögu er að segja um Kolstad sem er með jafn mörg stig og Drammen.

Ísak stóð allan leikinn í marki Drammen og varði 14 skot, 38% hlutfallsmarkvarsla. Annar leikmaður Drammen sem er af íslensku bergi brotinn, Viktor Petersen Norberg, skoraði ekki mark að þessu sinni en átti sjö stoðsendingar.

Tíu marka tap í Runarhallen

Ekki gekk eins vel hjá Degi Gautasyni og félögum í ØIF Arendal. Þeir töpuðu með 10 marka mun fyrir Runar, 37:27, í Runarhallen norðvestur af Sandefjord. Dagur skoraði fjögur mörk í fimm skotum.

ØIF Arendal er í 10. sæti úrvalsdeildar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur átt á brattann að sækja upp á síðkastið.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -