- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland færist upp um eitt sæti á styrkleikalista EHF

Leikmenn íslenska landsliðsins fyrir eina af viðureignum Evrópumótsins í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breifjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla færist upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem gefinn var út í vikunni. Ísland situr í áttunda sæti en var í níunda sæti þegar styrkleikalisti var gefin út í fyrrasumar áður en dregið var í riðla fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Eins og kom fram á handbolti.is í fyrradag þá verður Ísland í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni undankeppni EM 2026 í Kaupmannahöfn 21. mars.

Ein ástæða þess að Ísland mjakast upp um eitt sæti er sú m.a. að árangur á HM 2021 reiknast ekki lengur með en þá hafnaði Ísland í 21. sæti og fékk fá stig að launum.

Danir eru áfram í efsta sæti þrátt fyrir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleik EM í síðasta mánuði. Samanlagður stigafjöldi sem Danir hafa fengið fyrir árangur á þremur síðustu stórmótum er meiri en Frakkar hafa önglað saman.

Frakkar eru í öðru sæti en þeir voru í fjórða sæti á listanum sem tekinn var saman á síðasta sumri og áður er getið um. Svíar færast niður um eitt sæti, í þriðja sæti. Spánverjar sem voru í þriðja sæti á síðasta ári falla niður um tvö sæti. Spánn fékk fá stig fyrir EM í síðasta mánuði enda féll spænska landsliðið úr leik eftir riðlakeppnina.

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, færist upp í fjórða sæti úr sjötta sæti. Noregur og Króatía falla um eitt sæti frá síðasta ári. Ungverjar og Slóvenar standa í stað.

Alls eru 50 Evrópuþjóðir á listanum sem er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -