- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland hefur teflt fram 84 leikmönnum í 77 leikjum á EM

Leikmenn íslenska landsliðsins þakka fyrir stuðninginn í einum leikja EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alls hafa 84 handknattleiksmenn leikið fyrir íslenska karlalandsliðið í 77 leikjum á 13 Evrópumótum sem Ísland hefur haft rétt til þess að taka þátt í frá árinu 2000. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, var sett á laggirnar 1991 og fyrsta Evrópumótið var haldið tveimur árum síðar og þar með féllu niður B- og C-heimsmeistaramót á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF.

Íslenska landsliðinu tókst ekki að öðlast keppnisrétt á þremur fyrstu mótunum en hefur sleitulaust verið með frá árinu 2000. Á fyrstu mótunum tóku 12 landslið þátt og leikmannafjöldi í hverjum leik var bundinn við 14 og leikmannahópar takmarkaðir við 16.

Frá og með EM 2002 var þátttökuliðum fjölgað um fjögur, í 16 og í 24 frá og með EM 2020. Þegar á leið öldina var heimilað tefla fram 16 leikmönnum í hverjum leik og um tíma voru í gildi óljósar reglur um skiptingar leikmanna út og inn úr hópum. Íslenska landsliðið brenndi sig á reglunum á EM 2002 með þeim afleiðingum að ekki fékkst heimild til að tefla fram sextánda leikmanninum þegar til átti að taka.

Á allra síðustu árum mega 18 leikmenn vera í hverjum keppnishóp og má skáka þeim að vild inn og út á milli leikja en þó mega aldrei fleiri en 16 taka þátt í hverjum leik. Undantekning var gerð frá reglunni á EM 2022.

Stórmótsnýliðarnir, Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Tveir leikmenn bættust í hóp EM-nýliða að þessu sinni, Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia.

Flestir voru leikmenn íslenska hópsins, 26 á EM 2022 í Búdapest, þegar covid reið húsum, af þeim tóku 24 a.m.k. þátt í einum leik. Þar af voru 10 með á EM í fyrsta sinn. Fæstum leikmönnum tefldi Ísland fram á EM 2002, fimmtán. Af þeim lék einn alla leikina átta frá upphafi til enda, Einar Örn Jónsson.

Hér fyrir neðan eru listi yfir þá leikmenn sem leikið hafa fleiri en 16 landsleiki á EM fyrir Ísland, leikjafjöldi á EM, fjöldi móta og innan sviga ártal fyrsta móts og þess síðasta.

Leikir:Fj. móta:
Guðjón Valur Sigurðsson6111 (00-20).
Björgvin Páll Gústavsson458 (10 – ).
Aron Pálmarsson448 (10 – ).
Ásgeir Örn Hallgrímsson398 (02-18).
Róbert Gunnarsson377 (04-16).
Vignir Svavarsson366 (06-16).
Alexander Petersson346 (06-20).
Ólafur A. Guðmundsson347 (10-22).
Ólafur Stefánsson336 (00-10).
Snorri Steinn Guðjónsson336 (04-16).
Arnór Atlason296 (06-18).
Kári Kristján Kristjánsson245 (12-20).
Sverre A. Jakobsson244 (08-14).
Ýmir Örn Gíslason244 (18 – ).
Bjarki Már Elísson224 (18 – ).
Sigfús Sigurðsson224 (02-08).
Sigvaldi Björn Guðjónsson223 (20 – ).
Viggó Kristjánsson223 (20 – ).
Viktor Gísli Hallgrímsson223 (20 – ).
Hreiðar Levý Guðmundsson214 (06-10).
Janus Daði Smárason214 (18 – ).
Arnar Freyr Arnarsson194 (18 – ).
Elvar Örn Jónsson193 (20 – ).
Þórir Ólafsson183 (06-14).
Arnór Þór Gunnarsson174 (14-20).
Ómar Ingi Magnússon173 (18 – ).
Guðmundur Hrafnkelsson173 (00-04).
Dagur Sigurðsson163 (00-04).
Róbert Sighvatsson163 (00-04).
Rúnar Kárason164 (12-18).
Patrekur Jóhannesson163 (00-04).
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -