Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska landsliðið í handknattleik kvenna á meðal 32 þátttökuliða á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 30. nóvember til 17. desember. Ísland fékk annað af tveimur boðssætum sem Alþjóða handknattleikssambandið úthlutaði. Þrjú lið 27 þjóða unnu sér inn þátttökurétt í gegnum undankeppni. Þrjár sluppu við undankeppni, heimsmeistarar Noregs og auk gestgjafa mótsins, Svíþjóð og Danmörk.
Dregið verður í átta fjögurra liða riðla í Gautaborg á fimmtudaginn 6. júlí. Ísland verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður sem þýðir að eitt lið úr hinum þremur flokkunum lendir á móti Íslandi.
Hér fyrir neðan er styrkleikaflokkarnir eins og IHF gaf þá út í morgun.
| 1. styrkleikaf. | 2. styrkleikafl. |
| Noregur | Slóvenía |
| Danmörk | Spánn |
| Svartfjallaland | Króatía |
| Frakkland | Suður Kórea |
| Svíþjóð | Ungverjaland |
| Holland | Rúmenía |
| Brasilía | Pólland |
| Þýskaland | Tékkland |
| 3. styrkleikafl. | 4. styrkleikafl. |
| Serbía | Kongó |
| Japan | Senegal |
| Úkraína | Paragvæ |
| Grænland | Íran |
| Argentína | Kasakstan |
| Angóla | Chile |
| Kína | Austurríki |
| Kamerún | Ísland |




