- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í riðli með tveimur Afríkuþjóðum á HM

Aron Pálmarsson og leikmenn íslenska landsliðsins mæta Ungverjum, Portúgal og Hollandi í á EM 2022. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik dróst í F-riðil ásamt Portúgal, Alsír og Marokkó á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi frá 13. -31. janúar nk. Dregið var fyrir stundu við glæsilega athöfn á Giza-sléttunni, nærri pýramídunum glæsilegu skammt utan Kaíróborgar.

Þrjú efstu lið hvers riðils fara áfram í milliriðla og komist íslenska liðið áfram þá verða andstæðingarnir þrjú lið úr E-riðli.

Riðlaskiptingin er eftirfarandi:

A-riðill:  Þýskaland, Ungverjaland, Úrúgvæ, Grænhöfðaeyjar.

B-riðill:  Spánn, Túnis, Brasilía, Pólland.

C-riðill:  Króatía, Katar, Japan, Angóla.

D-riðill:  Danmörk, Argentína, Barein, Kongó

E-riðill:   Noregur, Austurríki, Frakkland, Mið-Ameríka.

F-riðill:    Portúgal, Alsír, Ísland, Marokkó.

G-riðill:   Svíþjóð, Egyptaland, Tékkland, S-Ameríka.

H-riðill:    Slóvenía, Hvíta-Rússland, Kórea, Rússland.

Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem er í A-riðli.

Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Japans sem er í C-riðli .

Riðlakeppni mótsins stendur yfir frá 13. – 19. janúar en í henni verður leikið í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú af fjórum liðum hvers riðils komast í milliriðlakeppni sem fram fer í fjórum sex liða riðlum frá 20. – 25. janúar. 

Komist íslenska landsliðið áfram í millriðla mætir það þremur liðum úr E-riðli.

Tvö efstu liðin í hverjum af milliriðlunum fjórum tryggja sér sæti í átta liða úrslitum 27. janúar í fjórum viðureignum. Sigurliðin halda áfram í undanúrslit tveimur dögum síðar. Loks verður leikið um verðlaun sunnudaginn 31. janúar í stóru íþróttahöllinni í Kaíró.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -