- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland mætir Eistlandi eða Úkraínu í umspili fyrir HM

Leikmenn íslenska landsliðsins leika um sæti á HM í maí. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir annað hvort Eistlandi eða Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM 2025. Umspilsleikirnir fara fram 8. eða 9. maí og þeir síðari 11. eða 12. maí. Fyrri viðureignin verður hér á landi. Samanlagður sigurvegari í tveimur leikjum tekur þátt í HM sem fram fer í Danmörku, Króatíu og Noregi frá 14. janúar til 2. febrúar á næsta ári.

Í ljós kemur upp úr miðjum mars þegar forkeppni HM verður lokið hvort andstæðingur Íslans verður Eistland eða Úkraína en lið þjóðanna mætast í tveimur leikjum um líkt leyti og forkeppni Ólympíuleikanna fer fram í mars en þá verður alþjóðleg æfinga og keppnisvika fyrir landslið.

Dregið var í Lanxess Arena í Köln í dag. Ísland var í efri styrkleikaflokki.

Frændur okkar Færeyingar mæta Norður Makedóníumönnum í umspilsleikjunum. Fyrri viðureignin fer fram í Þórshöfn og sú síðari í Skopje.

Lið eftirtalinna þjóða mætast í umspilinu:

Finnland eða Litáen – Ungverjaland.
Belgía eða Ítalía – Svartfjallaland.
Grikkland – Holland.
Rúmenía – Tékkland.
Spánn – Serbía.
Færeyjar – Norður Makedónía.
Slóvenía – Sviss.
Portúgal – Bosnía.
Ísland – Eistland eða Úkraína.
Pólland – Slóvakía eða Ísrael.
Georgía – Austurríki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -